Fiskvinnsluvélar

Flökunarvél C2011
Flökunarvél C2011

Flökunarvél C-2011

C-2011 Flökunarvél er hjarta framleiðslulínunnar hjá Curio og hentar til flökunar…

Lestu meira…

Brýningavél C-2015

C-2015 Brýningavél er fyrst og fremst þjónustutæki fyrir hausarann og …

Lestu meira…

Roðflettivél C2031

Roðflettivél C-2031

Roðflettivélin C-2031er hönnuð til vinnslu á öllum bolfiski og laxi…

Lestu meira…

Hausari C3027

Hausari C-3027

C-3027 Hausari er ætlaður til vinnslu á öllum bolfiski og laxi og hjá Curio afgreiðum…

Lestu meira…

 

Vinnuþjarkar

Fiskvinnsluvélarnar frá Curio eru vinnuþjarkar sem sjá um hausningu, flökun, roðflettingu og brýningu og að sjálfsögðu er hægt að stilla vélarnar þannig að þær passi fyrir ólíkar fisktegundir.

 

Ástríða fyrir tækni

Hjá Curio kraumar ástríða fyrir handverki, tækni og óheftri hugmyndaauðgi. Við leiðum saman alúðina sem felst í handsmíðuðum vélarhlutum, tækninýjungar og íslenskt hugvit og setjum saman öflug fiskvinnslutæki með sterkan karakter og mikla vinnslugetu.

 

Slithlutir á lager

Við erum stolt af vélunum okkar. Þær bera þess merki og við sýnum það í verki með góðri þjónustu þar sem allir slithlutir eru til á lager þegar þörfin kallar. Sendum varahluti um allan heim.

Curio ehf hefur aðalaðstöðu í 1.000 fermetra húsnæði að Eyrartröð 4 í Hafnarfirði sem fyrirtækið hefur starfað í síðan árið 2011.Curio er einnig með 2 önnur húsnæði þar sem framleiðslan fer fram en það er að Eyrartröð 14, Hafnarfirði og að Höfða 9 í Húsavík . Aðalframleiðslan og samsetning fer fram í Hafnarfirði en hluti framleiðslunnar fer einnig fram á Húsavík, en þar eru smíðaðir ýmsir hlutir í vélarnar sem eru sendir reglulega til aðalstöðva Curio þar sem vélarnar eru svo settar saman.

Vinnslusalur og samsetning fer fram að Eyrartröð 14, einnig er töluvert af raf varahlutum sem eru á lager geymdir þar. Tæknihönnunardeild Curio er einnig með aðsetur að Eyrartröð o.fl.

Vinnslusalur þar sem fram fer smíði á vélarhlutum er staðsettur að Höfða 9 á Húsavík. Vélarhlutir eru síðan sendir til samsetningu í Hafnarfirði.

Nýsköpunarstyrkir

Curio er að hanna nýja vél ætlaða til að klumbuskera bolfisk. Verkefnið er styrkt af rannsóknar og nýsköpunar prógrammi Evrópusambandsins, H2020, undir samningsnúmeri 814437.

Verkefnið er einnig styrkt af Tækniþróunarsjóði.