Conxemar sýningin 2021 fer fram í Vigo á Spáni 5.-7. október. Við ásamt Marel munum vera þar til að ræða framtíðina í fiskvinnslu auk þess sem við verðum með Flökunarvélina okkar C-2011 til sýnis. Við hjá Curio ásamt Marel erum stöðugt að leita nýrra leiða til þess að hjálpa aðilum fiskvinnslu að hámarka framleiðslu sína. C-2011 er öflug flökunarvél sem er nú fáanlegt í sex mismunandi útgáfum en hún flakar á áhrifaríkan hátt margar mismunandi fisktegundir af óviðjafnanlegri nákvæmni og sveigjanleika.
Við vitum að eftirspurnin eftir öflugri og áhrifaríkari fiskvinnslulínum er nú meiri en áður. Við verðum ásamt sérfræðingum Marel, í Vigo á bás A6, þar sem við tökum vel á móti öllum og erum mjög spennt að ræða við áhugasama um það hvernig sjálfvirkni, vélræni og gagnastjórnun getur hjálpað vinnslulínum að verða aðlögunarhæfari, skilvirkari og arðbærari.
Nánari upplýsingar um Conxemar sýninguna hér.