Viðskiptavinir

Meðal viðskiptavina Curio ehf eru fyrirtæki sem eru leiðandi, hvert á sínu sviði, hér á landi og erlendis.

Curio hefur verið í samstarfi við Ísfisk og Toppfisk þar sem tæknimenn okkar prófa sig áfram með tækninýjungar og þróun nýrra véla . Við höfum einnig unnið með Marel að mörgum verkefnum því okkar starf er nátengt þeirra í vinnslusalnum. Þeir vigta fiskinn og flokka, síðan komum við og hausum, flökum og roðflettum. Síðan fer fiskurinn á skurðarvélar frá Marel sem klára verkið.

Curio ehf. aðlagar vélakost sinn að þörfum viðskiptavinar. Einn viðskiptavinur getur verið að vinna ýsu, sá næsti er að vinna keilu og steinbít, eða lax og silung. Curio aðlagar hverja vél að þeirri tegund sem viðskiptavinur óskar eftir og þörfum.

 

Curio ehf þjónustar fyrirtæki víðsvegar um heiminn – sjá kort: