C-2011 bæklingur

Flökunarvél C2011

Flökunarvél C-2011

C-2011 Flökunarvél hentar til flökunar á öllum bolfiski. Hjá Curio afgreiðum við nýja flökunarvél út úr húsi þriðju hverja viku og allar bera þær einstakt kvenmannsnafn úr norrænni goðafræði eða Íslendingasögunum. Oftast eru nöfnin fyrirfram ákveðin hér innanhúss, en viðskiptavinir geta einnig óskað eftir því að velja nöfn á eigin vélar.

Vélin er afar flókin í samsetningu og samanstendur af tæplega 1000 vélarhlutum sem eru að stærstum hluta smíðaðir úr ryðfríu stáli en aðrir hlutar hennar eru úr tæringarþolnu plasti.

Hægt er að fá flökunarvélina í þremur stærðum, Xsmall, Small / Medium / Large og Xlarge / XXlarge. 

Við hönnun flökunarvélarinnar var leiðarljósið að tryggja frábæra nýtingu en fara á sama tíma mjúkum höndum um hráefnið. Þetta verður sífellt brýnna í nútíma fiskvinnslu þar sem meðvitaðir neytendur velja sér ferskvöru eftir útliti hennar.

Stilling: Stiglaus hraðastilling
Afköst: 20-30 fiskar á mínútu
Efni: Ryðfrítt stál og tæringarþolin efni
Fjöldi vélarhluta: U.þ.b. 1000

Fiskvinnslutækin frá Curio eru hágæða íslenskt hugverk og handverk og stærstu þremur tækjunum – hausara, flökunarvél og roðflettivél – er stillt upp í heildstæða framleiðslulínu sem hentar afar vel fyrir bæði litlar og stórar fiskvinnslur.

Horfa á myndbönd af flökunarvél.

Viltu vita meira um þessa vél?