Þjónusta

Algengasta þjónustan sem við veitum er tengd viðhaldi á vélunum okkar. Við eigum alla slithluti á lager og getum því brugðist skjótt við ef vandamál koma upp. Við þjálfum fólkið hjá fyrirtækjunum og yfirleitt er auðvelt að leysa mál sem koma upp í gegnum síma en ef þess er óskað förum við í útköll hvert á land sem er. Öll vandamál ýta á frekari þróun. Við viljum endilega kynnast vandamálunum og sjá hvernig þau koma upp til þess að koma í veg fyrir þá þróun í frekari hönnunarvinnu.

Ef vandamál koma upp er hægt að hafa samband í síma: 587 4040 og við munum bregðast eins fljótt við og hægt er.