C-2015 bæklingur

Brýningavél C-2015

C-2015 Brýningavél er fyrst og fremst þjónustutæki fyrir hausarann og flökunarvélina og því afar nauðsynlegur fylgihlutur. Vélin er að stærstum hluta smíðaðir úr ryðfríu stáli og tæringarþolnu plasti.

Fiskvinnslutækin frá Curio eru hágæða íslenskt hugverk og handverk og stærstu þremur tækjunum – hausara, flökunarvél og roðflettivél – er stillt upp í heildstæða framleiðslulínu sem hentar afar vel fyrir bæði litlar og stórar fiskvinnslur. Hjá Curio fá allar framleiðslueiningar sitt eigið nafn til að undirstrika persónuleika hverrar vélar. Oftast eru nöfnin fyrirfram ákveðin hér innanhúss, en viðskiptavinir geta einnig óskað eftir því að velja nöfn á eigin vélar.

Horfa á myndbönd af brýningavél.

Viltu vita meira um þessa vél?