Curio hlaut nýsköpunarverðlaunin

Curio hlaut nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2019.

 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti Elliða Hreinssyni, framkvæmdastjóra Curio verðlaunin á Nýsköpunarþingi í gær.

Við það tækifæri sagði hún meðal annars frá því að Curio hlaut m.a. árið 2018 tveggja milljón evra styrk í nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins innan Horizon 2020 og styrk frá Tækniþróunarsjóði vorið 2019 fyrir nýrri tölvustýrðri klumbruskurðarvél. Sagði hún það mat dómnefndar að Curio hafi þróað framúrskarandi afurðir og leggi mikla áherslu á áframhaldandi þróun véla sem hafi alla burði til að ná árangri á markaði á næstu árum og sé vel að verðlaununum komið.