Hausari C-3027
C-3027 hausari er ætlaður til vinnslu á öllum bolfiski. Curio afgreiðir nýjan hausara út úr húsi aðra hverja viku. Hausarinn samanstendur af tæplega 1000 vélarhlutum sem eru að stærstum hluta smíðaðir úr ryðfríu stáli en aðrir hlutar hans eru úr tæringarþolnu plasti. Hausarinn er hannaður til að afhausa fiskinn fyrir flökun og því fylgja klumbubeinin hausnum.
Stilling: Stiglaus hraðastilling
Afköst: 20-40 fiskar á mínútu
Efni: Ryðfrítt stál og tæringarþolin efni
Fjöldi vélarhluta: U.þ.b. 1000
Fiskvinnslutækin frá Curio eru hágæða íslenskt hugverk og handverk og stærstu þremur tækjunum – hausara, flökunarvél og roðflettivél – er stillt upp í heildstæða framleiðslulínu sem hentar afar vel fyrir bæði litlar og stórar fiskvinnslur. Hjá Curio fá allar framleiðslueiningar sitt eigið nafn til að undirstrika persónuleika hverrar vélar. Oftast eru nöfnin fyrirfram ákveðin hér innanhúss, en viðskiptavinir geta einnig valið nöfn á eigin vélar.
Horfa á myndbönd af hausara.