Curio ehf hefur aðalaðstöðu í 1.000 fermetra húsnæði að Eyrartröð 4 í Hafnarfirði sem fyrirtækið hefur starfað í síðan árið 2011.Curio er einnig með 2 önnur húsnæði þar sem framleiðslan fer fram en það er að Eyrartröð 14, Hafnarfirði og að Höfða 9 í Húsavík . Aðalframleiðslan og samsetning fer fram í Hafnarfirði en hluti framleiðslunnar fer einnig fram á Húsavík, en þar eru smíðaðir ýmsir hlutir í vélarnar sem eru sendir reglulega til aðalstöðva Curio þar sem vélarnar eru svo settar saman.
Saga fyrirtækisins
Curio ehf hóf hefðbundna vélaframleiðslu árið 1994 en einbeitir sér nú að fiskvinnsluvélum fyrir hausningu, flökun og roðflettingu. Fyrirtækið kom með nýja vélalínu fyrir fiskvinnslur árið 2008 sem sló í gegn, en um mitt það ár var fyrsti hausarinn framleiddur af þeirri línu. Fyrsta flökunarvélin af nýju gerðinni kom einnig á markað sumarið 2008 og það ár var pantað um 14 vélar af þeirri týpu. Á árunum 2008 til 2012 var framleiðslugeta Curio þrjár til fjórar vélar á ári en með flutningi fyrirtækisins í nýtt og stærra húsnæði árið 2011 getur fyrirtækið nú framleitt eina til tvær vélar á mánuði. Tæknifólk Curio og hönnuðir vinna að stöðugri þróunarvinnu fiskvinnsluvéla okkar með það að markmiði að bæta endingu, nýtingu og hraða. Vélar Curio eru þekktar fyrir góða nýtingu og vinsældir vélanna og hróður aukist jafnt og þétt. Curio leggur mikinn metnað í að veita góða þjónustu og eru allir slithlutir vélanna til á lager.
Framleiðsla
Við setjum stellin upp með laser og sjóðum þau síðan saman. Við erum með þvotta- og sýruaðstöðu þar sem við byrjum á því að fituhreinsa stellinn. Svo látum við þau þorna og úðum yfir þau flúorsýru. Hún mattar yfirborðið og gerir það jafnt. Svo er hún skoluð af og dauf lausn af saltsýru er þá úðað yfir til að drepa flúorsýruna. Loks er úðað yfir sótaríkri sápu sem drepur saltsýruna. Þessi meðferð gerir yfirborðið mun þolnara fyrir tæringu. Þegar yfirborðið er orðið þurrt berum við á það næringarefni sem fer inn í stálið og lokar því.
Vinnslusalur og samsetning fer fram að Eyrartröð 14, einnig er töluvert af raf varahlutum sem eru á lager geymdir þar. Tæknihönnunardeild Curio er einnig með aðsetur að Eyrartröð o.fl.
Vinnslusalur þar sem fram fer smíði á vélarhlutum er staðsettur að Höfða 9 á Húsavík. Vélarhlutir eru síðan sendir til samsetningu í Hafnarfirði.