Seafood Global í Brussel 2019

Curio tók í þriðja sinn þátt í stærstu sjávarútvegs sýningu heims, Seafood Expo Global í Brussel, dagana 7.-9. maí.

Sýning sem þessi eflir tengslanet fyrirtækisins þar sem mikilvægt er að hitta og ræða við viðskiptavini okkar og aðra samstarfsaðila í greininni. Við þökkum öllum þeim sem komu við á básnum okkar, þar sem við kynntum XS útgáfu C-2011 flökunarvélarinnar okkar, auk þess sem við kynntum til leiks nýjustu vél Curio, C-5010 / 4CWhite klumbuskurðarvélina, sem stefnt er á að komi á markað árið 2020.