Curio kynnir C2031

Curio kynnir nýja öfluga flökunarvél C2031 sem leysir af eldri týpuna C2030. Þessi vél er sannkallað tækniundur, sögðu margir sem komu á fyrstu kynninguna á þessari vél en hún er með fjölmarga nýjunga svo sem, snertiskjá sem stjórnborð fyrir allar stillingar. Nýtt hnífadrif sem strekkir á flakinu til beggja hliða við flökun þannig að hámarksnýting næst. Myndavél sem er hægt að tengja online upp á þjónustu og viðhald sem fylgist með flökun og vél. Allir hlutir eru sérsmíðaðir af Curio með það að markmiði að hámarka nýtingu, afköst og arðsemi við flökun. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessa vél er bent á að hafa samband við söludeild Curio.